Færsluflokkur: Bloggar

Hvað eru 250 vélbyssur milli vina?

Vandræðalegt að horfa upp á þetta. 

Þar sem ég er búsettur í hinni Stóru Ameríku og fylgist með fréttum af Fróni úr ákveðinni fjarlægð leyfi ég mér að varpa ákveðinni sjón á hlutina. Allt þetta mál kemur mér einhvernvegin svona fyrir sjónir:

1) Noregur "gefur litla frænda" 250 vélbyssur (enda getur litli frændi ekki keypt þær sjálfur út af auraleysi og pólitískum aðstæðum). Ekki virðist vera forsvaranlegt að kaupa vopn almennt eða kaupa þau ný frá framleiðenda. Um er að ræða nokkuð virðuleg MP5 vopn en það er verið að losa sig við þær í Noregi.

2) Tollurinn á Íslandi innsiglar allt draslið. Landhelgisgæslan og Tollurinn? Er þetta ekki allt bara Íslenska Ríkið? Vonandi þarf Landhelgisgæslan ekki að nota vélbyssur til að passa upp á að ekki sé smyglað fram hjá Tollinum. Kanski Tollurinn ætti þá bara að innsygla bófana. Nei, nei, þetta var bara ólöglegt vopnasmygl. Kanski það eigi að innsigla bara bófana enda er ólöglegt að vera bófi (og innsiglanlegt athæfi)!.

2) Noregur segir litli frændi sé að plata, þær voru sko ekki neitt gefins. Vandræðalegt!

3) Þetta eru notaðar byssur. Vonandi þarf litli frændi ekki að skjóta neinn með "nýjar byssur". Vonandi eru innsiglaðar vélbyssur nægileg ógn svo að einhverjir fari ekki að huga að einkavæðri innrás.

4) Almenningur og fjölmiðlar gera mikið úr því að þetta séu vélbyssur. Byssur drepa. Vélbyssur véldrepa!

5) Á meðan, á búgarðinum (meanwhile back at the ranch) í hinni stóru Ameríku er hver og einn smá-bær með sýslumann eða lögreglustöð að fá allskonar drápstól og rambógræjur frá Ameríska hernum. Allt saman gefins, enda þarf að kaupa meira fyrir herinn á hverju ári og löggan fær allt gamla draslið. Kanski gengur þetta svoldið langt hér í hinni stóru Ameríku, en notaðar Norskar 9mm vélbyssur gera ekki neina smáþjóð að stórveldi.

6) Ekki er hægt að senda vopnabúrið heim til föðurhúsanna þar sem það er innsiglað og þar sem ábyrgðarpóstur á Íslandi sendir ekki vopnabúr. Líka má benda á að Landhelgisgæslan á skip sem hægt væri að nota til að annaðhvort sigla með vonpabúrið til Noregs eða smygla því almennilega fram hjá Tollinum ef það væri ætlunin. Það mætti þá kanski verja vopnabúrið fyrir lagana vörðum með kanski einu eintaki, þar sem Tollurinn á greinilega ekki vélbyssur. Nema það sé þá ætlunin að vopna Tollinn. Þá kanski gegn ágangi Lögreglunnar eða Landhelgisgæslunnar. En nei, ekki er nein slík snilld í gangi. Það á að bíða eftir að Norðmennirnir komi á æfingar til Íslands. Og ekki er litli frændi með neinar byssur þá. Þá er bara að vona að þeir sigli með allt innsiglaða draslið til baka. Vandræðalegt!

7) MP5 vélbyssurnar eru bara nákvæmari skammbyssur, allt saman 9mm kúlur, lengra hlaup og stöðugra vopn en eitthvað sem er haldið á í einni hendi "kúreka stæl". En nei, þetta eru vélbyssur! Þetta eru innsiglaðar 9mm vélbyssur frá Noregi! Ég gæti skilið ef um væri að ræða stærri kúlur eða einhverja Uzi kúluúða græju. MP5 er bara virðuleg fyrir hverja sérsveit hvar á landi sem er (eða á breskum flugvöllum).

8) Höfundur þessarar blog-færslu hefur sjálfur skotið úr MP5 vélbyssu gegn vægu gjaldi í hinni Stóru Ameríku. Hér getur hver heilvita maður gert það. Bara að fara á æfingastöð, borga sig inn og leigja fyrirbærið. Borga fyrir kúlurnar. Var sú lífsreynsla pínulítið skemmtileg því það var svona eins og að prufa að vera sérsveitarmaður í 10 mínútur. Bara ekki sér-neitt á Íslandi.  Nú já, það er jú líka hægt að skjóta 50 kalibera Barret riffli með sama hætti.  Slíkt athæfi hreynsar vel allt kvef úr ennisholum og mundi stöðva vörubíl ef skotið væri í vélarblokkina.  Höfundur stóð nokkrum skrefum frá slíku þar sem einhver útlendingurinn hér var að spreyta sig og getur höfundur vottað að loftþrystingsbreytingin getur grandað hvaða kvefi sem er í einum stórum hvelli.

9) Ef einhver íslenskur ríkistarfsmaður þarf loksins að ota vélbyssu úr þessu fræga vopnabúri að einhverjum stórvirkum illvirkja verður vonandi ekki bara hlegið að honum. Enda er 9mm byssukúla alltaf 9mm byssukúla hvort henni sé skotið úr skammbyssu eða úr vélbyssu með skammarlegi vandræðasögu.

10) Höfundur er alin upp sem hinn argasti friðarsinni. ..En græjur eru græjur! Ef Landhelgisgæslan má ekki hafa græjur, hver má það þá?

11) Byssurnar eru ennþá í landinu! 

Það eru öfgar allstaðar. Ísland er frábært.

 


mbl.is Vélbyssurnar eru enn í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband