Hvað eru 250 vélbyssur milli vina?

Vandræðalegt að horfa upp á þetta. 

Þar sem ég er búsettur í hinni Stóru Ameríku og fylgist með fréttum af Fróni úr ákveðinni fjarlægð leyfi ég mér að varpa ákveðinni sjón á hlutina. Allt þetta mál kemur mér einhvernvegin svona fyrir sjónir:

1) Noregur "gefur litla frænda" 250 vélbyssur (enda getur litli frændi ekki keypt þær sjálfur út af auraleysi og pólitískum aðstæðum). Ekki virðist vera forsvaranlegt að kaupa vopn almennt eða kaupa þau ný frá framleiðenda. Um er að ræða nokkuð virðuleg MP5 vopn en það er verið að losa sig við þær í Noregi.

2) Tollurinn á Íslandi innsiglar allt draslið. Landhelgisgæslan og Tollurinn? Er þetta ekki allt bara Íslenska Ríkið? Vonandi þarf Landhelgisgæslan ekki að nota vélbyssur til að passa upp á að ekki sé smyglað fram hjá Tollinum. Kanski Tollurinn ætti þá bara að innsygla bófana. Nei, nei, þetta var bara ólöglegt vopnasmygl. Kanski það eigi að innsigla bara bófana enda er ólöglegt að vera bófi (og innsiglanlegt athæfi)!.

2) Noregur segir litli frændi sé að plata, þær voru sko ekki neitt gefins. Vandræðalegt!

3) Þetta eru notaðar byssur. Vonandi þarf litli frændi ekki að skjóta neinn með "nýjar byssur". Vonandi eru innsiglaðar vélbyssur nægileg ógn svo að einhverjir fari ekki að huga að einkavæðri innrás.

4) Almenningur og fjölmiðlar gera mikið úr því að þetta séu vélbyssur. Byssur drepa. Vélbyssur véldrepa!

5) Á meðan, á búgarðinum (meanwhile back at the ranch) í hinni stóru Ameríku er hver og einn smá-bær með sýslumann eða lögreglustöð að fá allskonar drápstól og rambógræjur frá Ameríska hernum. Allt saman gefins, enda þarf að kaupa meira fyrir herinn á hverju ári og löggan fær allt gamla draslið. Kanski gengur þetta svoldið langt hér í hinni stóru Ameríku, en notaðar Norskar 9mm vélbyssur gera ekki neina smáþjóð að stórveldi.

6) Ekki er hægt að senda vopnabúrið heim til föðurhúsanna þar sem það er innsiglað og þar sem ábyrgðarpóstur á Íslandi sendir ekki vopnabúr. Líka má benda á að Landhelgisgæslan á skip sem hægt væri að nota til að annaðhvort sigla með vonpabúrið til Noregs eða smygla því almennilega fram hjá Tollinum ef það væri ætlunin. Það mætti þá kanski verja vopnabúrið fyrir lagana vörðum með kanski einu eintaki, þar sem Tollurinn á greinilega ekki vélbyssur. Nema það sé þá ætlunin að vopna Tollinn. Þá kanski gegn ágangi Lögreglunnar eða Landhelgisgæslunnar. En nei, ekki er nein slík snilld í gangi. Það á að bíða eftir að Norðmennirnir komi á æfingar til Íslands. Og ekki er litli frændi með neinar byssur þá. Þá er bara að vona að þeir sigli með allt innsiglaða draslið til baka. Vandræðalegt!

7) MP5 vélbyssurnar eru bara nákvæmari skammbyssur, allt saman 9mm kúlur, lengra hlaup og stöðugra vopn en eitthvað sem er haldið á í einni hendi "kúreka stæl". En nei, þetta eru vélbyssur! Þetta eru innsiglaðar 9mm vélbyssur frá Noregi! Ég gæti skilið ef um væri að ræða stærri kúlur eða einhverja Uzi kúluúða græju. MP5 er bara virðuleg fyrir hverja sérsveit hvar á landi sem er (eða á breskum flugvöllum).

8) Höfundur þessarar blog-færslu hefur sjálfur skotið úr MP5 vélbyssu gegn vægu gjaldi í hinni Stóru Ameríku. Hér getur hver heilvita maður gert það. Bara að fara á æfingastöð, borga sig inn og leigja fyrirbærið. Borga fyrir kúlurnar. Var sú lífsreynsla pínulítið skemmtileg því það var svona eins og að prufa að vera sérsveitarmaður í 10 mínútur. Bara ekki sér-neitt á Íslandi.  Nú já, það er jú líka hægt að skjóta 50 kalibera Barret riffli með sama hætti.  Slíkt athæfi hreynsar vel allt kvef úr ennisholum og mundi stöðva vörubíl ef skotið væri í vélarblokkina.  Höfundur stóð nokkrum skrefum frá slíku þar sem einhver útlendingurinn hér var að spreyta sig og getur höfundur vottað að loftþrystingsbreytingin getur grandað hvaða kvefi sem er í einum stórum hvelli.

9) Ef einhver íslenskur ríkistarfsmaður þarf loksins að ota vélbyssu úr þessu fræga vopnabúri að einhverjum stórvirkum illvirkja verður vonandi ekki bara hlegið að honum. Enda er 9mm byssukúla alltaf 9mm byssukúla hvort henni sé skotið úr skammbyssu eða úr vélbyssu með skammarlegi vandræðasögu.

10) Höfundur er alin upp sem hinn argasti friðarsinni. ..En græjur eru græjur! Ef Landhelgisgæslan má ekki hafa græjur, hver má það þá?

11) Byssurnar eru ennþá í landinu! 

Það eru öfgar allstaðar. Ísland er frábært.

 


mbl.is Vélbyssurnar eru enn í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það má ekki aðhafast neitt fyrir illa tapsárum vinstrimönnum. Allir eins og Gáttaþefur,snuðrandi ofan í öllum koppum,leitandi að einhverju til að básúna ýkja og mata þá sem éta eftir þeim vitleysurnar. Vélbyssur verða að langdregnum eldflaugum,þegar greyin úttala sig á samskiptamiðlum.Á Íslandi er afar þreytandi,að hafa þessar "Esb-framlengingu",nýðandi land sitt í þeim tilgangi að þröngva því í sambandið til að tryggja þeim hrun-ránsfenginn,auk hálauna embætta sem bíður þeirra.-Það skal aldrei verða.--  

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2015 kl. 07:11

2 Smámynd: Þorbergur Pétur Sigurjónsson

Takk fyrir að lesa Helga mín. Þetta er mín fyrsta færsla.

Af því þú nefdir ESB: Ég vil bara taka fram fyrir landi og þjóð að ég er enganveginn áhugamaður um ESB eða neitt slíkt. Hvað þá inngöngu. Ég hef verið "vestur íslendingur" frá því löngu fyrir hrun og fylgst vel með fréttum að heiman og lifað "íslenskan veruleika" einungis í gegnum fjölmiðla, vini og fjölskyldu.  Ég hef alltaf verið skeptískur á ESB. 

Hér í útlandinu hafa allir sem ég hitti, og eitthvað vita, mikla virðingu fyrir sjálfstæði okkar og fyrir hvernig fréttir hafa borið þeim sögur af hvernig við tókum á hruninu. Auðvitað sjá þeir ekki allt sem við sjáum, en það er almenn virðing allstaðar fyrir því. Ég sé ekki að maðurinn úti á götu hér, fólk sem kanski skilur sérstöðu Íslands utan við okkar daglega ólgusjó, ég held þau sjái okkur ekki neitt betri inni í ESB eða neinu slíku apparati. Bandaríkjamenn sérlega eru mjög sjálfstætt þenkjandi þó kanski vanti á almenna heimsþekkingu. Hinn almenni maður virðir okkur miklu meira enmitt út af því. Hér er lítið bæjarfélag stærra en Íslenska ríkið og ég vinn fyrir fyrirtæki sem veltir meira en landsframleiðsla míns kæra lands. Það nefninlega þarf ekki svo mikið ef við bara finnum tækifærin.

Ég fyrir mitt leiti tel ESB miklu meira mál en eitthvað vélbyssuklúður. Það er líka þannig að ég held ég hafi öðlast smá fjarlægð á hlutina hér í útlandinu og kanski maður sjái betur en fyrir kanski 10 árum hvað skiptir mestu máli svona utan við daglega karpið heima á Fróni. Ég þekkti ekki neitt nema þáverandi pólitíksua sem ég hafði reyndar alltaf þekkt. Hér í fjarlægðinni skiptir minna máli hver er hvað. Það skiptir meira máli að Ísland sé bara betra land. Það sem mér finnst oft erfiðast er að sjá hvað lítil og kær þjóð sem hefur svo mikið upp á að bjóða lendir í því að hugsa smátt þegar heimurinn er svo stór. Ég held að við getum alveg staðið utan við ESB og ræktað okkar sérstöðu. Við erum svo lítil þjóð að það er alveg hægt að gera stóra hluti sem eru amk. okkur stórir án þess að binda okkar sjálfræði einhverju evrópubákni.

Í hinum stóra heimi skipta 250 vélbyssur voðalega litlu máli. Það skiptir meira máli að standa vel að orðspori lands og þjóðar og ákveða sig hvað við stöndum fyrir. Endalaus eltingaleikur um einhverjar byssur hjálpar hvorki ímynd okkar um friðsælt þjóðfélag, né hjálpar það okkur að byggja trust samskipti á sviði löggæslu eða öryggismála.  Annaðhvort er að banna þetta allt saman, eða bara að ganga vel að málum. Nokkrar vélbyssur munu ekki kollvarpa neinu en er kanski dæmigert um hvernig okkur tekst að klúðra hlutum sem ekki er almennur skilningur á né samstaða um. 

Þorbergur Pétur Sigurjónsson, 13.1.2015 kl. 08:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir Þorbergur,alltaf gaman að heyra í unga fólkinu í "útlandinu" Það fór um landann við hrunið og ég sem hafði aldrei skipt mér af pólitík,varð allt í einu heit frá hjarta upp í haus.Þannig tók ég til að blogga og reyna að berjast fyrir áframhaldandi sjálfsstæði landsins,enda á þeim aldri sem upplifði gleðina yfir að vera ekki lengur nýlenda Dana.Þannig kynntist ég hér á vefnum baráttu-konu sem kallar BNA. sitt annað föðurland,bjó þar um 30 ár minnir mig. Það er alltaf gleðilegt að fá landann aftur heim.-Þeir eru eins og laxinn,sem syndir yfir Atlandshafið til að komast á hrigningastöðvar í Canada.(áhugaverð sýnig í sjónv.)Nema mannfólkið sækir heim í heiðadalinn til mömmu og pabba,þannig heimtum við lækni sérfræðing í fæðingarfyrirburum heim,góður vinur og granni.Vona svo að vinur fjölskyldu minnar komi um síðir,en maður rignir yfir þessa ungu vini spurningum,sérstaklega þegar ég vissi að hann vann hjá Enrone.(Man ekki stafsetn.),en Bandaríkjamenn tóku á þeim,er þeir voru uppvísir af svindli. Vá ég er biluð! -ætla að passa barn hjá einu af 8 börnum mínum og er svo á blaðri. Kveð því og óska þér alls góðs drengur minn!

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2015 kl. 09:43

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er ekkert.  Bíddu bara þar til þú fréttir af ískyggilegum fordómum landans í garð bandaríkjamanna.  Ef þú hefur ekki heyrt af þeim enn.

Ég lendi reglulega í rifrildi við menn sem eru vissir um að allir íbúar USA séu myrtir minnst tvisvar yfir ævina.  Og allt ku það byssum að kenna, eða repúblikönum.

En...

Að einhverju leiti er vandinn falinn í að við, fólkið, einfaldlega treystum ekki yfirvöldum fyrir skotvopnum, á asma hátt (og af sömu ástæðum) og yfirvöld treysta ekki okkur fólkinu fyrir þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2015 kl. 19:36

5 Smámynd: Þorbergur Pétur Sigurjónsson

Ásgrímur,

Takk fyrir kommentið.

Já, ég hef séð traust hliðina vel í USA-landi, því hér eru margir að vopnast einmitt út af vantrausti á yfirvöldum (nú eða náunganum ef þeir eru síður rebúblikanar).

Á síðasta ári, í mínum nágrannabæ var skotinn ungur maður af löggunni því hann var með eftirlíkingu af samoræjasverði. Löggan komst upp með það. Líka tveir lögreglumenn skotnir (annar í nágrenni við mig) og hinn í hálftíma keyrslu fjarælgð, við umferðaeftirlit á sama degi, bæðir af byssubófum sem bara áttu leið um. Hér er kvartað yfir því að löggan sé þjálfuð á mjög afgerandi hátt að skjóta frekar en lenda í einhverri lífshættu. Sum lögregluembætti kanski verri en önnur. Og mjög erfitt að gera nokkurn laganna vörð ábyrgan fyrir lögum. Svoldið eins og villta vestrið. Ég held að þetta sé hægt að laga með réttri þjálfun og réttu lagaumhverfi. 

Það er líka mikill munur á trausti okkar á Íslensku kerfi (við förum bara og kollvörpum liðinu með pólitískum leiðum) miðað við hér í USA-landi. Við höfum amk. þá trú að við getum breytt hlutum. Hér eru margir með þá hugmynd að ríkið sé ekki það sama og fólkið, hvað sem líður "we the people" þá er það einhvernveginn ekki okkar pólitíska fyrirbæri heldur eitthvað bákn sem "við" ráðum engu um. Lausnin er bara að vopnast svo ljóti kallinn komi ekki og taki byssurnar okkar. Stórt ríki sé bara af hinu illa, sama hvað.

Það er hinsvegar líka ákveðin öfgi að hafa aldrei nein vopn. Kanski sá öfgi henti okkur íslendingum betur. Það eru margir sem bara ekki eiga vopn, sem er ekki það sama og vera alfarið á móti vopnum. 

Maðurinn með byssuna setur alltaf strik í reikningun hvernig sem við snúum dæminu.

Byssur kalla á fleiri byssur. En byssur stöðva líka byssur. Best auðvitað ef enginn á byssur. Hér er hugmyndin að kaupa sér byssu og skjóta bara "vondu kallana" í ýtrustu neið. Betra að skjóta þá en að þeir skjóti þig. (Þá er átt við innbrotsþjófa og álíka). Svo eru þeir hér sem segja að byssur séu bara "utan við sviga", hér sé það fólkið en ekki byssurnar sem sé vandamálið.

Hér þekki ég reyndar margt gott fólk sem á sæg af byssum og sér ekkert slæmt við það. Svo eru aðrir (frekar demókratar) sem telja vopn að öllu tagi rót alls vanda. Þeir hafa ekki allir drepið hvorn annan ennþá þannig að þetta kanski virkar allt saman.. Þetta er oft fólk í sömu fjölskyldum eða á sömu götu. Ég þekki það vel af eigin upplifun hér.

Ég hef svona þá skoðun þessa dagana að það sé ekki sniðugt að vera fávís um allt sem tengist byssum, en friðarsinninn í mér sér að betra sé að nota ekki byssur. Það er ekki praktíst að þykjast sem þær séu ekki til eða hluti af samfélaginu hér. Og það hjálpar engum að vera að rífast við náungann (þó hann aðhyllist og eigi byssur). Samfélagið er ekkert betra ef ég dæli mínum and-byssuöfgum á byssuöfgafólk.

Þorbergur Pétur Sigurjónsson, 13.1.2015 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband